Rúnar Kristinsson var í kvöld heiðraður af Knattspyrnusambandi Íslands
fyrir að vera fyrstur til þess að spila 100 landsleiki. Rúnar fékk
afhent viðurkenningaskjal og málverk, sérstaklega málað fyrir þetta
tilefni af listmálaranum Tolla. Frá þessu er greint á vef KSÍ.
Rúnar
Kristinsson lék 104 landsleiki fyrir A-landslið karla. Fyrsta
A-landsleikinn lék hann 28. október 1987, þá 18 ára gamall, þegar hann
kom inn á sem varamaður í leik gegn Sovétríkjunum.
Hann lék
sinn 100. landsleik gegn Litháen á útivelli, 11. júní 2003. Lauk
leiknum með sigri Íslendinga 0:3. Síðasta landsleikur Rúnar var gegn
Ítalíu þann 18. ágúst 2004 á Laugardalsvelli þegar að 20.204 áhorfendur
sáu Íslendinga leggja Ítala með tveimur mörkum gegn engu. Rúnar lék 39
landsleiki með yngri landsliðum Íslands og eru því landsleikirnir 143
alls.
Í kvöld voru einnig fjölmargir aðilar sæmdir heiðursmerki
KSÍ fyrir frábær störf til handa knattspyrnunnar á Íslandi. Alls fengu
74 aðilar heiðursmerki, 53 voru sæmdir silfurmerki KSÍ og 24 fengu
gullmerki KSÍ.