Diego fær hrós í Þýskalandi

Diego leikmaður Werder Bremen í Þýskalandi.
Diego leikmaður Werder Bremen í Þýskalandi. Reuters.

Brasilíumaðurinn Diego, leikmaður Werder Bremen, var í dag útnefndur sem besti leikmaðurinn á fyrri hluta þýsku 1. deildarinnar en keppni hefst aftur eftir vetrarhlé þann 1. febrúar.

Það eru leikmenn deildarinnar sem standa að kjörinu en alls greiddu 275 atkvæði. Diego fékk tæplega helming allra atkvæði eða 44,9% en annar varð franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery hjá Bayern München með 21,5% atkvæða. Rafael van der Vaart hjá Hamburger SV varð þriðji með 16,8 % atkvæða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert