Knattspyrnusamband Noregs mun á næstunni samþykkja þá tillögu um að fjölga liðum í úrvalsdeild karla og verða því 16 lið í efstu deild árið 2009. Það verður því aðeins eitt lið af þeim 14 sem verða í úrvalsdeildinni árið 2008 og þrjú efstu úr 1. deildinni fá keppnisrétt í úrvalsdeildinni árið 2009.
Að auki verður leikið umspil um eitt sæti í úrvalsdeildinni en það lið sem endar í 13. og næst neðsta sæti úrvalsdeildar mun leika umspilsleiki gegn liði nr. 4 úr 1. deild. Norðmenn hafa á undanförnum vikum viðrar þá hugmynd að ekkert lið falli úr efstu deild í lok leiktíðar 2008 en sú tillaga hefur ekki fengið góðar viðtökur hjá norskum knattspyrnuliðum.
Árið 1995 var liðum í norsku úrvalsdeildinni fjölgað og hafa þau verið 14 frá þeim tíma.