UEFA fjallar um uppbyggingarstarf ÍA

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur boðað að frá og með morgundeginum verði á vef sambandsins hægt að nálgast umfjöllun um knattspyrnubæinn Akranes á Íslandi.

Í frétt á vef UEFA segir:

"Saga litla fiskibæjarins Akraness á Íslandi er mjög merkileg. Þrátt fyrir að íbúar séu aðeins 6.000 hefur knattspyrnufélag staðarins, ÍA, alið upp meira en 40 leikmenn sem hafa farið og leikið atvinnuknattspyrnu í öðrum löndum. Þar á meðal eru fyrrum miðjumaður Arsenal, Siggi Jónsson, fyrrum leikmaður Real Betis, Aston Villa og AZ Alkmaar, Jóhannes Karl Guðjónsson, og hinn hátt skrifaði bakvörður AZ Alkmaar, Grétar Rafn Steinsson.

Frá og með miðvikudeginum 16. janúar verður hægt að sjá sögu þeirra í sérstakri umfjöllun UEFA. Með því að skoða þetta myndband, það nýjasta í röð magnaðra sagna úr knattspyrnunni á vefnum, getið þið komist að leyndarmálinu á bakvið ótrúlega velgengni félagsins, séð hvernig byggð hefur verið upp frábær æfingaaðstaða, hve áhugasamir ungu fótboltamennirnir í bænum eru, og heyrt leikmennina sjálfa segja frá."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert