KSÍ hagnaðist um 66,6 milljónir

Í nýútkomnum ársreikningi Knattspyrnusambands Íslands kemur fram að hagnaður KSÍ á árinu 2007 var 66,6 milljónir króna. Heildartekjur KSÍ samstæðunnar voru 658,9 milljónir króna en heildargjöldin voru 592,3 milljónir.

Heildartekjur samstæðunnar voru um 25% umfram áætlun en rekstrargjöldin voru um 13% umfram áætlun.

Eins og mörg undanfarin ár voru fjármunatekjur stór liður í afkomu KSÍ. Á árinu 2007 námu þær 149,6 milljónum kr. en fjármagnsgjöld voru 10,6 milljónir kr.

Fjórða árið í röð voru lagðir fjármunir í sparkvallagerð vítt og breitt um landið. Á árinu 2007 voru lagðir 26 vellir og þá hafa alls verið lagðir 103 vellir. Kostnaður við sparkvallaátakið er nú alls rúmlega 255 milljónir króna.

Afkoma KSÍ samstæðunnar er mjög góð og eigið fé hennar var í lok árs 2007 orðið 347,2 milljónir kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert