Eiður kom ekkert við sögu í sigri Barcelona

Thierry Henry í baráttunni á Camp Nou í kvöld.
Thierry Henry í baráttunni á Camp Nou í kvöld. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona þegar liðið lagði Osasuna, 1:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Xavi skoraði sigurmark Börsunga á 82. mínútu leiksins með þrumuskoti og eftir sigurinn er Barcelona í öðru sæti, sex stigum á eftir Real Madrid.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert