Annað tap á Möltu

Helgi Sigurðsson í baráttu við varnarmann Hvít-Rússa í leiknum á …
Helgi Sigurðsson í baráttu við varnarmann Hvít-Rússa í leiknum á laugardaginn. mbl.is

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla tapaði í kvöld fyrir Möltu, 1:0, í vináttulandsleik á fjögurra þjóða æfingamóti á Möltu. Þetta var annað tap íslenska liðsins í mótinu en það mætir Armenum í lokaleik sínum á miðvikudaginn. Armenar hafa unnið báðar viðureignir sínar til þessa, síðast Hvít-Rússa í dag, 2:1.

Cleavon Frendo skoraði eina mark leiksins á 18. mínútu.Markið mun hafa verið skorað með föstu skoti sem þótti óverjandi fyrir Fjalar Þorgeirsson, markvörð.

Lið Íslands í leiknum í dag, skiptingar eru innan sviga: Fjalar Þorgeirsson – Birkir Már Sævarsson , Atli Sveinn Þórarinsson, Ragnar Sigurðsson (Stefán Gíslason 46.), Hjálmar Jónsson – Baldur Aðalsteinsson (Helgi Sigurðsson 46.), Bjarni Guðjónsson fyrirliði, Davíð Þór Viðarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Eyjólfur Héðinsson (Tryggvi Guðmundsson 63.) – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Jónas Guðni Sævarsson 72.).
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka