Ársþing Knattspyrnusambands Íslands stendur yfir þessa stundina og síðar í dag verður kosið í stjórn sambandsins. Þingið samþykkti fyrr í dag jafnréttisáætlun sem stjórn KSÍ lagði fram.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, setti þingið og aðeins lágu tvær tillögur fyrir þinginu, jafnréttisáætlunin var samþykkt en tillögu um að fjölga varamönnum í fyrtu umferð bikarkeppninnar var vísað til stjórnar sambandsins.
Geir kallaði síðan upp nafna sinn Magnússon, sem nýlega hætti sem íþróttafréttamaður hjá Rúv og afhenti honum knattspyrnupennann.
Valsmenn fengu Drago-styttuna í Landsbankadeild karla og Fjarðabyggði í 1. deild en styttuna fá þau lið sem sýna prúðmannlegasta leik miðað við gul og rauð spjöld.