Ísland mætir Aserbaídsjan á Laugardalsvelli í ágúst

Ólafur Jóhannesson fylgist með sínum mönnum í leiknum gegn Hvít-Rússum …
Ólafur Jóhannesson fylgist með sínum mönnum í leiknum gegn Hvít-Rússum á Möltu mótinu. mbl.is

Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur vináttulandsleik við Aserbaídsjan á Laugardalsvelli miðvikudaginn 20. ágúst nk. Þetta verður í fyrsta sinn sem A-landslið þjóðanna eigast við. Þessi vináttulandsleikur er liður í undirbúningi þjóðanna fyrir undankeppni HM 2010 en Aserar eru í riðli með Rússum, Þjóðverjum, Finnum, Walesverjum og Liechtenstein. Íslendingar leika hinsvegar í riðli með Hollandi, Skotlandi, Noregi og Makedóníu.

Landslið Aserbaídsjan er í 116. sæti á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Hér verður um að ræða sjötta vináttulandsleik íslenska landsliðsins á þessu ári.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert