Spænska íþróttadagblaðið Marca heldur því fram að miklar hreinsanir verði hjá knattspyrnustórveldinu Barcelona í vor ef það vinnur ekki titla á yfirstandandi tímabili. Leikmenn og þjálfarar verði látnir fara í stórum stíl og Eiður Smári Guðjohnsen er þar nefndur til sögunnar.
Þá telur Marca að sex leikmenn sem eru með lengri samning verði boðnir til sölu, enda hafi þeir allir verið orðaðir við önnur lið á undanförnum mánuðum.
Ronaldinho er þar efstur á blaði en síðan koma Deco, Eiður Smári, Giovani Dos Santos, Gianluca Zambrotta og Oleguer.