Tveir af bestu efnilegustu leikmönnum ÍBV í knattspyrnu hafa framlengt samninga sína við félagið. Andri framlengdi samning sinn um eitt ár og er samningsbundinn því til ársins 2009 og Atli skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2010.
Andri er 22 ára gamall miðjumaður sem hefur verið í lykilhlutverki með Eyjaliðinu undanfarin ár. Atli er tvítugur framherji sem kom til ÍBV frá Aftureldingu síðastliðið sumar og skoraði hann átta mörk fyrir Eyjamenn á síðustu leiktíð.