Brasilíski markvörðurinn Dida, sem leikur með Evrópumeistaraliði AC Milan, gæti misst af leiknum gegn Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í London á miðvikudag.
Dida slasaðist með óvenjulegum hætti þar sem hann sat á varamannabekk liðsins gegn Parma á útivelli. Þegar fyrri hálfleik var lokið ætlaði Dida að ganga með liðinu í búningsklefann en þá hneig hann niður vegna verkja í baki.
Zeljko Kalac hefur verið aðalmarkvörður AC Milan í síðustu leikjum og hefur hinn 34 ára gamli Dida mátt sætta sig við að vera varamarkvörður liðsins. Þetta eru ekki einu óvenjulegu meiðslin sem hafa átt sér stað hjá AC Milan á leiktíðinni.
Brasilíumaðurinn Ronaldo tognaði á vöðva þegar hann sparkaði bolta til áhorfenda s.l. haust þegar leikmenn voru kynntir til sögunnar s.l. haust.