Sverrir skrifaði undir samning við Sundsvall til ársloka 2010

Sverrir hefur hér góðar gætur á Helga Sigurðssyni í leik …
Sverrir hefur hér góðar gætur á Helga Sigurðssyni í leik FH og Vals. Sverrir Vilhelmsson

Sverrir Garðarsson landsliðsmaður í knattspyrnu sem leikið hefur með FH ritaði nú í morgun undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall og gildir samningurinn til ársloka 2010.

Sverrir er 23 ára gamall og er í hópi bestu varnarmanna landsins. Hann kom inn í FH-liðið í sumar eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla og átti afar gott tímabil með bikarmeisturunum. Hann sér sæti í landsliðshópnum og spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Dönum á Parken í nóvember.

Sundsvall er nýliði í úrvalsdeildinni. Liðið hafnaði í þriðja sæti sænsku 1. deildarinnar á síðasta ári og komst upp í úrvalsdeildina vegna fjölgunar liða þar. Á komandi leiktíð verða þar með tveir Íslendingar í herbúðum liðsins en í nóvember gekk Ari Freyr Skúlason til liðs við félagið frá Häcken.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert