Ronaldo segir óvíst með feril sinn

Ronaldo yfirgefur sjúkrahúsið á hækjunum í París í dag.
Ronaldo yfirgefur sjúkrahúsið á hækjunum í París í dag. Reutrs

Ronaldo hefur ekki tekið ákvörðun um feril sinn á knattspyrnuvellinum en Brasilíumaðurinn gekkst undir aðgerð á hné á Pitie-Salpetriere sjúkrahúsinu í París í Frakklandi í vikunni.

„Ég hef ekki ákveðið hvað ég mun gera,“ sagði Ronaldo við fréttamenn þegar hann yfirgefa sjúkrahúsið.

,,Ég hef vilja til að halda áfram að spila. Það segir hjartað mér. En líkami minn hefur gefið merki um hann sé þreyttur og þurfi á hvíld að halda,“ sagði Ronaldo.

Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina sagði að Ronaldo þyrfti að fá níu mánuði til endurhæfingu en Ronaldo varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í leik með AC Milan í síðustu viku.

Ronaldo, sem er 31 árs gamall og hefur verið í þrígang verið útnefndur besti knattspyrnumaður heims, hefur tvívegis áður lent í alvarlegum hnémeiðslum og eru þeir margir sem telja að hann eigi afturkvæmt á fótboltavöllinn á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert