Kærunni hafnað og ÍR leikur til úrslita

Árvakur/Sverrir Vilhelmsson

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur hafnað kröfu Valsmanna um að þeim sé dæmdur sigur gegn KR í Reykjavíkurmóti karla í knattspyrnu. Þar með verða það ÍR-ingar sem mæta Fram í úrslitaleik mótsins á fimmtudagskvöldið.

KR vann leikinn, 4:0, en tefldi fram Guðmundi Péturssyni, sem ekki var skráður á leikskýrslu. Í úrskurði nefndarinnar segir að Guðmundur hafi verið löglegur með liði KR og aðeins hafi verið skráðir 16 leikmenn á leikskýrsluna í umræddum leik.

Af atvikum málsins sé ljóst að það hafi verið mistök aðstoðarþjálfara KR að skrá ekki Guðmund á meðal varamanna liðsins. Þó nafn hans hafi ekki verið á skýrslunni sé ekki á það fallist að lið KR hafi verið ólöglega skipað, og vísað er til skýrra fordæma í málum sem þessum.

Valsmenn hefðu unnið riðilinn ef þeim hefði verið dæmdur sigur í leiknum. ÍR-ingar standa hinsvegar uppi sem sigurvegarar í riðlinum fyrst úrslitin eru óbreytt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert