Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Pólverjum á æfingamóti á Algarve í Portúgal í dag. Leikurinn hefst. kl. 13:15 að íslenskum tíma. Ísland mun nota 4-3-3 leikaðferðina og er byrjunarliðið þannig skipað:
Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Hægri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir.
Vinstri bakvörður: Ásta Árnadóttir.
Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir.
Varnartengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir.
Sóknartengiliður: Guðný Björk Óðinsdóttir.
Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir.
Vinstri kantur: Greta Mjöll Samúelsdóttir.
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir.
Þessi lið hafa mæst tvívegis áður og fóru báðir leikirnir fram árið 2005 í undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið vann stórsigur á Laugardalsvelli, 10:0, en síðari leikurinn var jafnari þar sem Ísland hafði betur, 3:2. Ísland er í 21. sæti á styrkleikalista FIFA en Pólland er í 27. sæti.