ÍA í viðræðum við Árna Gaut

Árni Gautur Arason gæti spilað með ÍA í sumar.
Árni Gautur Arason gæti spilað með ÍA í sumar. mbl.is/Sverrir

Skagamenn eiga í viðræðum við Árna Gaut Arason, landsliðsmarkvörð í knattspyrnu, um að leika með þeim í sumar en Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA staðfesti þetta við vef félagsins í dag.

"Jú, það er rétt ég hef rætt við Árna Gaut Arason um að leika með Skagamönnum í sumar. Hann tók beiðni okkar með opnum huga, en hann er að skoða sín mál og munum við verða í sambandi við hann að nýju," sagði Guðjón við vef meistara- og 2. flokks karla hjá ÍA, www.kfia.is.

Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, er með brjósklos í baki og útlit fyrir að hann verði frá keppni næstu mánuðina. Varamarkvörður liðsins, Trausti Sveinbjörnsson, er 17 ára gamall. Árni Gautur er á lausu en hann hefur ekki samið við neitt félag eftir að hann hætti hjá Vålerenga í Noregi í lok síðasta árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert