Tore Andre Flo leggur skóna á hilluna

Tore Andre Flo fagnar mark með Chelsea.
Tore Andre Flo fagnar mark með Chelsea. Reuters

Tore Andre Flo, einn þekktasti knattspyrnumaður Norðmanna, er hættur að leika knattspyrnu sem atvinnumaður en frá þessu er greint á heimasíðu enska 2. deildarliðsins Leeds. Flo er 34 ára gamall og segir hann í yfirlýsingu á heimasíðu Leeds að hann hafi ekki náð að vinna sér fast sæti í Leeds liðinu og það hafi leitt til  þess að hann fór á fund með forráðamönnum liðsins og samdi um starfslok sín hjá félaginu.

Hann samdi við Leeds í janúar á s.l. ári en knattspyrnustjóri Leeds, Dennis Wise, lék með Flo á sínum tíma hjá Chelsea. Flo hefur komið víða við á ferlinum og leikið með Stryn, Sogndal, Tromsø, Brann, Chelsea, Rangers, Sunderland, Siena, Vålerenga og Leeds.

Flo lék 76 landsleiki fyrir Noreg og skoraði hann 23 mörk. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert