Keflvíkingar töpuðu á Reyðarfirði

Magni Fannberg er þjálfari Fjarðabyggðar sem hefur ekki tapað leik …
Magni Fannberg er þjálfari Fjarðabyggðar sem hefur ekki tapað leik í deildabikarnum. www.kff.is

Fjarðabyggð, sem leikur í 1. deild, sigraði úrvalsdeildarlið Keflvíkinga, 2:1, í deildabikarkeppni karla, Lengjubikarnum, en leikur liðanna fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í dag.

Fannar Árnason og Sigurður Víðisson komu Fjarðabyggð í 2:0 en Guðmundur Steinarsson svaraði fyrir Keflavík á lokasekúndum leiksins.  HK er efst í 4. riðli með 7 stig, Keflavík er með 6, Fjarðabyggð 6, Njarðvík 2, Fylkir 1 og Stjarnan 1 stig.

Víkingur frá Ólafsvík og ÍBV skildu jöfn, 2:2, í Akraneshöllinni.  Bjarni Rúnar Einarsson og Ingi Rafn Ingibergsson komu ÍBV í 2:0 en Alfreð Jóhannsson jafnaði fyrir Ólafsvíkinga með tveimur mörkum. Breiðablik og Valur eru með 9 stig á toppnum í 1. riðli, Víkingur Ó. er með 2 stig, Selfoss 2, Grindavík 1 og ÍBV 1 stig.

Leiknir R. og Þór gerðu jafntefli, 1:1, í Egilshöllinni. Einar Sigþórsson kom Þórsurum yfir en Jakob Spangsberg jafnaði fyrir Leikni. FH og KR eru með 9 stig í 2. riðli, Leiknir R. er með 4,  Fjölnir 3, Þór 1 og Víkingur R. ekkert stig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert