Dularfullir atburðir í tengslum við drátt í Meistaradeild

Drátturinn í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Drátturinn í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Reuters

Talsmaður Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, segir engin brögð hafi verið í tafli þegar dregið var í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á hádegi á föstudag. En á spjallvef blaðsins Liverpool Echo var skráð færsla klukkan 10:28 sama morgun þar sem segir að orðrómur sé um að búið sé að ákveða hvaða lið mætist.

„Orðrómur á kreiki um að drættinum hafi verið lekið.... þetta er örugglega bull en ef það er rétt þá er hann  LFC - arsenal og Chelsea - fenerbache og manure v roma Engir veðbankar vilja veðja á dráttinn......" segir á spjallvefnum. Þetta gekk eftir því í átta liða úrslitum mætast Liverpool og Arsenal, Chelsea og Fenerbache, Manchester United og Roma og Schalke og Barcelona.

„Hann (spjallskrifarinn) býr kannski yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Ég þekki þá sem stóðu fyrir drættinum og ég er 150 prósent viss um að þar fór allt heiðarlega fram," sagði  William Gaillard, talsmaður UEFA.

Tæknimenn Liverpool Echo segja að ekki sé hægt að breyta tímasetningu á bloggfærslum á spjallvefnum og margir lesendur vefjarins segjast raunar hafa lesið færsluna áður en drátturinn fór fram.

Spjallvefur Liverpool Echo 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert