Jafntefli hjá Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen sést hér skjóta á mark Almería í …
Eiður Smári Guðjohnsen sést hér skjóta á mark Almería í leiknum í kvöld. AP

Almería og Barcelona skildu jöfn, 2:2, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld og eru Börsungar því sjö stigum á eftir meisturum Real Madrid sem í gær lágu fyrir Deportivo La Coruna. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en fór meiddur af velli undir lok leiksins eftir að brotið hafði verið á honum.

Bojan Krkic og Samuel Eto'o komu Barcelona tvívegis yfir en heimamönnum í Almería tókst að jafna metin fimm mínútum fyrir leikslok en þá voru Börsungar orðnir manni færri eftir að varnarmanninum Gabriel Milito hafði verið vikið af leikvelli.

Eiður Smári umkringdur leikmönnum Almería.
Eiður Smári umkringdur leikmönnum Almería. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert