Jóhann Þórhallsson, knattspyrnumaður frá Akureyri, gengur líklega til liðs við Fylki. Árbæingarnir kaupa hann þá af KR en Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis staðfesti við Morgunblaðið í gærkvöld að viðræður væru í gangi.
Jóhann kom til liðs við Vesturbæjarliðið frá Grindavík fyrir síðasta tímabil. Hann náði sér ekki á strik frekar en margir aðrir í Vesturbænum á síðasta tímabili og skoraði eitt mark í 14 leikjum í úrvalsdeildinni. Jóhann, sem er 28 ára, hefur skorað 24 mörk í 77 leikjum í deildinni, fyrir KR, Grindavík, KA og Þór en hann er Þórsari að upplagi.