Juventus lagði Inter á San Siro

Mohamed Sissoko og David Trezeguet fagna eftir að sá síðarnefndi …
Mohamed Sissoko og David Trezeguet fagna eftir að sá síðarnefndi kom Juventus í 2:0 í kvöld. Reuters

Inter Mílanó tapaði í kvöld sínum öðrum leik á keppnistímabilinu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu þegar liðið beið lægri hlut fyrir Juvetnus á heimavelli, 1:2.

Mauro Camoranesi og David Trezeguet komu Juventus tveimur mörkum yfir í síðari hálfleiknum áður en Maniche minnkaði muninn fyrir Inter skömmu fyrir leikslok.

Fyrr í dag vann Roma sigur á Empoli, 2:1, og er nú fjórum stigum á eftir Inter, sem er með 68 stig. Roma er með 64 og Juventus styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með 58 stig. Þar á eftir koma Fiorentina með 53 stig og AC Milan með 49 stig en bæði lið unnu sína leiki í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert