Kristján Örn fyrirliði gegn Slóvakíu

Kristján Örn Sigurðsson tekur við fyrirliðastöðunni.
Kristján Örn Sigurðsson tekur við fyrirliðastöðunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kristján Örn Sigurðsson, leikmaður Brann í Noregi, hefur verið skipaður fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Slóvakíu sem fram fer í Zlaté Moravce annað kvöld. Athygli vekur að Eiður Smári Guðjohnsen gegnir ekki fyrirliðastöðunni.

Eiður Smári hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár en hann leikur annað kvöld í fyrsta skipti með landsliðinu síðan Ólafur Jóhannesson tók við þjálfun þess. Hermann Hreiðarsson, Stefán Gíslason, Bjarni Guðjónsson og Atli Sveinn Þórarinsson hafa verið fyrirliðar í þeim landsleikjum sem fram hafa farið undir stjórn Ólafs síðan í nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka