Þjóðverjinn Berti Vogts hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Aserbaídsjan í knattspyrnu til tveggja ára og eitt af fyrstu verkefnum hans með liðið verður vináttuleikur gegn Íslendingum á Laugardalvellinum í ágúst í sumar.
Vogts, sem er 61 árs, ákvað að hætta störfum sem landsliðsþjálfari Nígeríu í síðasta mánuði en þar áður var hann landsliðsþjálfari Skotlands og Þýskalands en Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar undir hans stjórn árið 1996.