Elmar valinn maður leiksins

Theódór Elmar Bjarnason fer vel af stað með Lyn í …
Theódór Elmar Bjarnason fer vel af stað með Lyn í Noregi. mbl.is/Eggert

Theódór Elmar Bjarnason stóð sig best Íslendinganna í annarri umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Elmar, sem lék sinn fyrsta heimaleik með Lyn, lagði upp eitt marka liðsins í 3:1 sigri á Bodö/Glimt og Dagbladet útnefndi hann „mann leiksins“ fyrir frammistöðu sína.

Félagi Elmars úr íslenska 21 árs landsliðinu kom inn á sem varamaður hjá Bodö/Glimt og skoraði eina mark liðsins, minnkaði þá muninn í 2:1. Birkir skallaði þá í þverslá og fylgdi á eftir af harðfylgi, lá á vellinum en náði að skora.

Lyn gerði út um leikinn þegar Elmar brunaði að endamörkunum vinstra megin og sendi boltann á Odion Ighalo sem skallaði hann í netið af markteig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert