Ólafur lagði upp mark fyrir Larsson

Ólafur Ingi Skúlason, til hægri, lék vel gegn Ljungskile í …
Ólafur Ingi Skúlason, til hægri, lék vel gegn Ljungskile í gærkvöld. Ljósmynd/Milan Illik

Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans í Helsingborg skutust á topp sænsku úrvalsdeildarinar í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið sigraði Ljungskile, 2:0, á útivelli í þriðju umferð deildarinnar.

Ólafur Ingi lék allan tímann á miðjunni og þótti standa sig mjög vel en hinn magnaði Henrik Larsson innsiglaði sigur Helsingborg þegar hann skoraði annað markið á 63. mínútu eftir sendingu frá Ólafi. Helsingborg hefur 7 stig eins og Djurgården og Kalmar en Ólafur og samherjar hans eru með betri markatölu.

Jóhann B. Guðmundsson lék fyrsta klukkutímann með GAIS í 2:0 sigri liðsins gegn Hammarby, sem fyrir leikinn í gær hafði unnið báða sína leiki. Jóhann fékk að líta gula spjaldið en hann lék á miðjunni. Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi GAIS vegna meiðsla.

Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði nýliða Sundsvall, Sverrir Garðarsson, Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson þegar lið þeirra tapaði á útivelli fyrir AIK, 1:0. Sverrir og Hannes léku allan tímann og var Hannes ógnandi í framlínunni en Ara Frey var skipt útaf á 58. mínútu. Sundsvall hefur þar með tapað öllum þremur leikjum sínum.

Helgi Valur Daníelsson lék allan tímann á miðjunni hjá Elfsborg sem gerði 1:1 jafntefli við Malmö á útivelli. Elfsborg hefur 5 stig og þykir líklegt til að blanda sér í baráttuna um titilinn eins og í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert