Valur mætir færeysku meisturunum í Kórnum

Valsmenn leika á ný um bikar í Kórnum á morgun …
Valsmenn leika á ný um bikar í Kórnum á morgun þegar þeir mæta NSÍ. mbl.is/Brynjar Gauti

Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu karla mæta færeysku meisturunum NSÍ frá Runavík í leiknum árlega um Atlantic-bikarinn á morgun. Leikið er í Kórnum, knattspyrnuhöllinni í Kópavogi, og viðureignin hefst klukkan 14.30. Aðgangur á leikinn er ókeypis.

Leikir Íslands- og Færeyjameistaranna hafa farið fram frá árinu 2002, nema hvað ekkert varð af leik FH og HB síðasta vor. Útlit var fyrir að leikurinn myndi líka falla niður í ár en að sögn Ótthars Edvardssonar, framkvæmdastjóra Vals, tókst að koma honum fyrir á síðustu stundu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert