Barcelona tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttu spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Recreativo Huelva á útivelli. Samuel Eto'o skoraði bæði mörk Börsunga sem eru sex stigum á eftir Real Madrid en Madridarliðið mætir Murcia á morgun.
Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en honum var skipt útaf á 66. mínútu. Eiður var mjög sprækur og mikið í boltanum og kom á óvart að Frank Rijkaard þjálfari Barcelona skildi skipti honum útaf en staðan var 2:1 Barcelona í vil þegar Eiður var tekinn útaf.