Framarar tryggðu sér efsta sætið

Varnarjaxlinn Auðun Helgason skoraði tvívegis fyrir Framara í dag.
Varnarjaxlinn Auðun Helgason skoraði tvívegis fyrir Framara í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Framarar tryggðu sér sigur í 3. riðli deildabikars karla í knattspyrnu, Lengjubikarsins, þegar þeir sigruðu Hauka, 4:0, á gervigrasvelli sínum í Safamýrinni í dag.

Auðun Helgason skoraði tvívegis fyrir Framara í fyrri hálfleik, í bæði skiptin með skalla eftir hornspyrnu, og þeir Sam Tillen og Heiðar Geir Júlíusson bættu við mörkum í síðari hálfleik.

Heiðar Geir tók tvær vítaspyrnur fyrir Framara í leiknum en brást bogalistin í bæði skiptin. Atli Jónasson markvörður Hauka varði aðra spyrnuna en síðan skaut Heiðar í stöng.

Framarar mæta annaðhvort KR eða FH í 8-liða úrslitum keppninnar en þau mætast í lokaleik 2. riðils á mánudagskvöldið. Það ræðst hinsvegar á morgun hvort ÍA eða Þróttur R. fylgir Fram áfram úr 3. riðlinum en liðin mætast í hreinum úrslitaleik um annað sæti riðilsins þar sem ÍA nægir jafntefli.

Staðan í 3. riðli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert