KR-ingar lögðu FH-inga

Gunnlaugur Jónsson, til vinstri, kom KR yfir í kvöld.
Gunnlaugur Jónsson, til vinstri, kom KR yfir í kvöld. mbl.is/ÞÖK

KR sigraði FH, 2:0, í síðasta leiknum í 2. riðli deildabikars karla í knattspyrnu, Lengjubikarsins, á gervigrasvelli KR-inga í kvöld og vann þar með riðilinn með fullu húsi stiga. FH varð í öðru sæti og bæði lið fara í átta liða úrslitin.

Gunnlaugur Jónsson kom KR yfir strax á 4. mínútu og Guðjón Baldvinsson bætti öðru marki  við á 33. mínútu, 2:0. Þar við sat en FH-ingar voru manni færri síðustu 20 mínúturnar eftir að Dennis Siim fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í andstæðing. Hann verður því í banni þegar FH mætir Fram í átta liða úrslitunum næsta laugardag.

KR mætir ÍA í átta liða úrslitunum, einnig á laugardaginn. Hinir tveir leikirnir verða á föstudagskvöldið, Valur mætir Keflavík í Egilshöllinni og Kópavogsliðin HK og Breiðablik eigast við í Kórnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert