Michael Silberbauer leikmaður danska meistaraliðsins FC Köbenhavn varð fyrir því óláni að missa fjórar tennur í viðureign FC Köbenhavn og OB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Silberbauer, sem er danskur landsliðsmaður, lent í samstuði við Eben Hansen með fyrrgreindum afleiðingum og þurfti hann að yfirgefa völlinn alblóðugur í andlitinu.