Leikdagar í fjórðungsúrslitum deildabikarkeppninnar

Tryggvi Guðmundsson og félagar hans í FH eiga bikar að …
Tryggvi Guðmundsson og félagar hans í FH eiga bikar að verja í Lengjubikarnum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Leikirnir í átta liða úrslitum deildabikarkeppni karla í knattspyrnu, Lengjubikarnum, verða spilaðir um næstu helgi og úrslitaleikur keppninnar verður í knattspyrnuhöllinni Kórnum í Kópavogi þann 1. maí.

Leiktímarnir í 8 liða úrslitunum:

Föstudagur kl. 19.00 Valur - Breiðablik (Egilshöll)

Föstudagur  kl. 19.30 HK - Breiðablik (Kórinn)

Laugardagur kl. 14.00 Fram - FH (Framvöllur)

Laugardagur kl. 14.00 KR - ÍA (Kórinn)

Í undanúrslitum sem fram fara 24. apríl mætast í Kórnum Valur/Keflavík - KR/ÍA og í Egilshöll Fram/FH - HK/Breiðablik.

FH-ingar fögnuðu sigri í deildabikarnum í fyrra þar sem þeir höfðu betur gegn Valsmönnum í úrslitaleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert