Real Madrid á höttunum eftir Gattuso

Gattuso í baráttu við Mathieu Flamini í leik AC Milan …
Gattuso í baráttu við Mathieu Flamini í leik AC Milan og Arsenal á dögunum. Reuters

Spánarmeistarar Real Madrid ætla að reyna að krækja í ítalska miðjumanninn Gennaro Gattuso hjá AC Milan að því er ítalskir fjölmiðlar greina frá í dag.

Gattuso hefur ekki náð sér á strik með AC Milan á leiktíðinni en þessi 30 ára gamli baráttujaxl hefur verið í lykilhlutverki hjá Mílanóliðinu undanfarin ár. Forráðamenn Real Madrid vilja fá Gattuso til að taka við hlutverki Mahamadou Diarra sem félagið hyggst selja í sumar.

Gattuso gekk í raðir AC Milan frá Salernitana árið 1999 og hefur frá þeim tíma leikið 259 leiki með liðinu og skorað í þeim 7 mörk. Hann hefur tvívegis orðið ítalskur meistari með AC Milan og hefur unnið Evrópumeistaratitilinn jafnt oft með liðinu auk fleiri titla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert