Romario hættur

Romario hefur leikið sinn síðasta leik.
Romario hefur leikið sinn síðasta leik. AP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Romario tilkynnti í gærkvöld að hann hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna, 42 ára gamall. Romario lauk ferlinum hjá Vasco da Gama, liðinu sem hann hóf ferilinn með.

Romario lék einnig með brasilísku liðunum Flamengo og Fluminense, spænsku liðunum Barcelona og Valencia og með PSV í Hollandi. Þá lék Romario 73 landsleiki með Brasilíu og skoraði í þeim 56 mörk en sjálfur heldur Romario því fram að hann hafi skorað yfir 1000 mörk á ferlinum.

„Nú er ég formlega hættur. Minn tími er liðinn,“ sagði Romario, sem varð heimsmeistari með Brasilímönnum en hann lék með því í tveimur heimsmeistarakeppnum, 1990 og 1994.

„Þessi 20 ára sem ég hef verið í þessu hafa verið mjög jákvæð og hafa gefið mér mikið,“ sagði Romario, sem ætlar nú að einbeita sér að þjálfun hjá Vasco da Gama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert