Valur og Breiðablik í undanúrslit

Nenad Petrovic og Finnur Ólafsson komu báðir við sögu í …
Nenad Petrovic og Finnur Ólafsson komu báðir við sögu í Kópavogsslag Breiðabliks og HK í kvöld. mbl.is/Sverrir

Valur komst í átta liða úrslit deildabikars karla í knattspyrnu, Lengjubikarsins, með því að sigra Keflavík 2:0 í kvöld og Breiðablik með því að sigra HK í vítaspyrnukeppni eftir jafntefli, 1:1.

Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrir Valsmenn gegn Keflvíkingum á 20. mínútu í Egilshöllinni og Dennis Bo Mortensen tryggði sigurinn með marki á 79. mínútu, 2:0.

Hermann Geir Þórsson kom HK yfir gegn Breiðabliki eftir 16 mínútna leik í Kórnum þar sem fjölmenni fylgdist með Kópavogsslagnum. Arnar Grétarsson jafnaði fyrir Blika beint úr aukaspyrnu í síðari hálfleiknum.

Í vítaspyrnukeppninni varði Casper Jacobsen, markvörður Blika, eina spyrnu og það réð úrslitum en allir aðrir skoruðu úr sínum vítaspyrnum.

Valur mætir KR eða ÍA í undanúrslitum keppninnar á sumardaginn fyrsta og Breiðablik mætir FH eða Fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert