Hálfs árs fangelsi fyrir glórulausa tæklingu

Tæklingin ljóta
Tæklingin ljóta

Rachid Bouaouzan hefur fengið þann vafasama heiður að vera fyrstur til þess að fá fangelsisdóm í Hollandi fyrir harkalega tæklingu á mótherja sínum í knattspyrnuleik. Hann hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi.

Árið 2004 tæklaði hann Niels Kokmeijer, leikmann Go Ahead Eagles, hrikalega í leik liðsins og Spörtu. Kokmeijer brotnaði illa á tveimur stöðum og á endanum var höfðað mál fyrir almennum dómstólum. Hæstiréttur hefur nú dæmt Bouaouzan í háls árs fangelsi.

Kokmeijer varð í kjölfar meiðslanna að leggja skóna á hilluna.

Hér má sjá myndband af atvikinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert