Hef ekkert heyrt í Þóru

Þóra B. Helgadóttir.
Þóra B. Helgadóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu valdi um helgina leikmannahóp sem leikur tvo vináttuleiki gegn Finnum í byrjun næsta mánaðar en leikirnir eru lokahnykkurinn í undirbúningi liðsins fyrir átökin í undankeppni Evrópumótsins.

Spurningar hafa vaknað um hvort Sigurður ætlar að ræða við markvörðinn Þóru B. Helgadóttur með það fyrir augum að fá hana til að gefa kost á sér á nýjan leik eftir að ljóst varð að Guðbjörg Gunnarsdóttir getur ekki spilað næstu mánuði vegna meiðsla. Þóra ákvað fyrr á árinu að gefa ekki kost á sér og tók Guðbjörg við hlutverki hennar sem aðalmarkvörður landsliðsins.

,,Ég hef ekkert rætt við hana og það hefur ekkert staðið til hjá mér að gera það. Ég hef litið svo á að boltinn sé algjörlega hjá henni og ef hún er tilbúin að gefa kost á sér þá verður hún að hafa frumkvæðið en ég hef ekkert heyrt frá henni. Meðan svo er þá nær þetta ekkert lengra. Við urðum ásátt um það í janúar þegar hún ákvað að gefa ekki kost á sér að hún myndi hafa samband ef það myndi breytast hjá henni,“ sagði Sigurður Ragnar við Morgunblaðið í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert