Þór sigraði KS/Leiftur, 3:2, í síðasta leiknum í fyrstu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í kvöld. Aleksandar Linta skoraði sigurmark Þórsara tveimur mínútum fyrir leikslok.
Þór komst í 2:0 með mörkum frá Ármanni Pétri Ævarssyni og Ibra Jagne, en í síðari hálfleik skoraði Gabríel Reynisson tvívegis fyrir KS/Leiftur og jafnaði metin. Linta kom svo Þórsurum til bjargar í lokin.