Garðar með tvö fyrir Fredrikstad

Garðar Jóhannsson var í miklum ham með Fredrikstad í dag.
Garðar Jóhannsson var í miklum ham með Fredrikstad í dag. mbl.is/Sverrir

Sóknarmaðurinn Garðar Jóhannsson átti stórleik með Fredrikstad í dag þegar lið hans burstaði Aalesund, 5:0, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Garðar skoraði tvívegis fyrir Fredrikstad í fyrri hálfleiknum og lagði síðan upp tvö mörk fyrir félaga sína í þeim síðari. Þetta var fimmti sigur Fredrikstad í fyrstu sjö umferðunum en liðið hefur komið talsvert á óvart og er í öðru sæti deildarinnar.

Stabæk er áfram á toppnum eftir 2:0 sigur á Lyn á útivelli þar sem Veigar Páll Gunnarsson lagði upp annað marka Stabæk. Veigar og félagar eru einir ósigraðir í deildinni eftir sjö umferðir, eru með 17 stig gegn 16 hjá Fredrikstad og 13 hjá nýliðum Bodö/Glimt sem hafa komið geysilega á óvart og sigruðu Tromsö, 2:0, í dag. Birkir Bjarnason lék seinni hálfleikinn með Bodö/Glimt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert