Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem sækir Real Murcia heim í síðustu umferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í kvöld en leikurinn hefst í Murcia klukkan 20.
Lið Barcelona er þannig skipað: Pinto - Oleguer, Thuram, Puyol, Abidal - Xavi, Giovani, Eiður Smári - Messi, Eto'o, Henry.
Varamenn: Valdés, Zambrotta, Fali, Rueda, Ezquerro, Bojan.
Þetta er síðasti leikur Barcelona undir stjórn Franks Rijkaards, sem lætur síðan af störfum sem þjálfari liðsins.
Real Madrid er þegar orðið spænskur meistari með 82 stig og Villarreal er búið að tryggja sér annað sætið með 74 stig.
Barcelona er í þriðja sætinu með 64 stig og kemst ekki ofar. Atlético Madrid er einnig með 64 stig og Sevilla er með 61 stig en þessi lið geta bæði komist uppfyrir Barcelona í lokaumferðinni.
Murcia er þegar fallið í 2. deild ásamt Levante en það skýrist á morgun hvort Zaragoza, Recreativo Huelva, Osasuna eða Valladolid verður þriðja liðið sem fellur.