Barcelona neitaði KSÍ um Eið Smára

Ólafur Jóhannesson hefur stýrt landsliðinu í þremur sigurleikjum í röð.
Ólafur Jóhannesson hefur stýrt landsliðinu í þremur sigurleikjum í röð. mbl.is/Domenic Aquilina

Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Wales 28. maí á Laugardalsvelli þar sem Barcelona neitaði KSÍ um að fá hann. Ólafur Jóhannesson tilkynnti 18 manna hóp fyrir leikinn í dag.

Barcelona leikur styrktarleik í Líbíu á mánudaginn kemur og fer með allan sinn hóp þangað. Þar sem ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða hafði félagið rétt til að halda Eiði Smára og nýtti sér það.

Stefán Gíslason, fyrirliði Bröndby, er meiddur og verður frá í 3-4 vikur en hann og Eiður hefðu annars verið í landsliðshópnum gegn Wales, að sögn landsliðsþjálfarans.

Ólafur valdi Hannes Þ. Sigurðsson í sinn hóp í fyrsta sinn, sem og þá Stefán Þ. Þórðarson frá ÍA og Arnór Smárason, leikmann Heerenveen í Hollandi. Hópurinn er þannig skipaður:

Kjartan Sturluson, Val
Fjalar Þorgeirsson, Fylki
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Grétar Rafn Steinsson, Bolton
Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg
Bjarni Ólafur Eiríksson, Val
Helgi Valur Daníelsson, Elfsborg
Jónas Guðni Sævarsson, KR
Pálmi Rafn Pálmason, Val
Aron Einar Gunnarsson, Alkmaar
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Vålerenga
Emil Hallfreðsson, Reggina
Hannes Þ. Sigurðsson, Sundsvall
Stefán Þ. Þórðarson, ÍA
Theódór Elmar Bjarnason, Lyn
Arnór Smárason, Heerenveen

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert