Hermann brotinn - Atli Sveinn í staðinn

Atli Sveinn Þórarinsson reynir hjólhestaspyrnu að marki Hvít-Rússa í leik …
Atli Sveinn Þórarinsson reynir hjólhestaspyrnu að marki Hvít-Rússa í leik þjóðanna á Möltu í febrúar. mbl.is/Domenic Aquilina

Hermann Hreiðarsson, nýkrýndur enskur bikarmeistari með Portsmouth, getur ekki leikið með íslenska landsliðinu gegn Wales á Laugardalsvelli 28. maí þar sem staðfest hefur verið að hann er kinnbeinsbrotinn. Atli Sveinn Þórarinsson úr Val kemur í hans stað.

Hermann fékk mikið högg í bikarúrslitaleiknum, frá félaga sínum, David James markverði, en lék samt allan síðari hálfleikinn.

Atli Sveinn, sem er 28 ára miðvörður, hefur spilað alla fimm landsleiki Íslands á þessu ári, fjóra þeirra í byrjunarliði, og var fyrirliði þegar Ísland vann Færeyjar, 3:0, í Kórnum þann 16. mars. Hann á samtals 7 A-landsleiki að baki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert