Indriði Sigurðsson, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Lyn, hefur verið valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Wales á miðvikudagskvöld, í stað Ragnars Sigurðssonar frá IFK Gautaborg sem dró sig úr hópnum vegna meiðsla.
Indriði, sem er 26 ára miðvörður eða bakvörður, hefur ekki leikið með landsliðinu undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og spilaði aðeins einn landsleik á síðasta ári en hann á að baki 37 A-landsleiki. Hann hefur leikið vel í stöðu miðvarðar hjá Lyn að undanförnu.