Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í knattspyrnu hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir vináttuleikinn gegn Wales sem hefst kl. 19.35 í kvöld á Laugardalsvellinum.
Grétar Rafn Steinsson varð í morgun að hætta við þátttöku í leiknum í kvöld vegna meiðsla í hné og Heimir Einarsson frá Akranesi var kallaður inní hópinn í hans stað.
Bjarni Ólafur Eiríksson hefur einnig helst úr lestinni vegna meiðsla en Birkir Már Sævarsson kom í hans stað í gær og fer beint í byrjunarliðið. „Við höfum lent í vandræðum með varnarmennina, fjórir af þeim sem voru valdir hafa orðið að hætta við," sagði Ólafur við fréttavef Morgunblaðsins.
Eggert Gunnþór Jónsson, hinn 19 ára gamli leikmaður Hearts í Skotlandi, er í byrjunarliðinu í fyrsta skipti og leikur við hliðina á hinum 18 ára gamla Aroni Einari Gunnarssyni frá Alkmaar í Hollandi, sem hefur verið þrívegis í byrjunarliði Íslands í fimm leikjum liðsins á þessu ári. Eggert lék sinn fyrsta landsleik í nóvember þegar hann kom inná gegn Dönum á Parken, í fyrsta leik landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.
Stefán Þór Þórðarson verður í fremstu víglínu og spilar sinn fyrsta landsleik í níu ár.
Liðið er þannig skipað:
Markvörður:
Kjartan Sturluson, Val
Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson, Val
Atli Sveinn Þórarinsson, Val
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Indriði Sigurðsson, Lyn
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Alkmaar
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts
Pálmi Rafn Pálmason, Val
Kantmenn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Vålerenga
Emil Hallfreðsson, Reggina
Framherji:
Stefán Þór Þórðarson, ÍA
Varamenn:
Fjalar Þorgeirsson, Fylki
Helgi Valur Daníelsson, Elfsborg
Jónas Guðni Sævarsson, KR
Hannes Þ. Sigurðsson, Sundsvall
Theódór Elmar Bjarnason, Lyn
Arnór Smárason, Heerenveen
Heimir Einarsson, ÍA