Eggert í byrjunarliðinu í fyrsta skipti

Grétar Rafn Steinsson, til vinstri, verður ekki með í kvöld.
Grétar Rafn Steinsson, til vinstri, verður ekki með í kvöld. mbl.is/G.Rúnar

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í knattspyrnu hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir vináttuleikinn gegn Wales sem hefst kl. 19.35 í kvöld á Laugardalsvellinum.

Grétar Rafn Steinsson varð í morgun að hætta við þátttöku í leiknum í kvöld vegna meiðsla í hné og Heimir Einarsson frá Akranesi var kallaður inní hópinn í hans stað.

Bjarni Ólafur Eiríksson hefur einnig helst úr lestinni vegna meiðsla en Birkir Már Sævarsson kom í hans stað í gær og fer beint í byrjunarliðið. „Við höfum lent í vandræðum með varnarmennina, fjórir af þeim sem voru valdir hafa orðið að hætta við," sagði Ólafur við fréttavef Morgunblaðsins.

Eggert Gunnþór Jónsson, hinn 19 ára gamli leikmaður Hearts í Skotlandi, er í byrjunarliðinu í fyrsta skipti og leikur við hliðina á hinum 18 ára  gamla Aroni Einari Gunnarssyni frá Alkmaar í Hollandi, sem hefur verið þrívegis í byrjunarliði Íslands í fimm leikjum liðsins á þessu ári. Eggert lék sinn fyrsta landsleik í nóvember þegar hann kom inná gegn Dönum á Parken, í fyrsta leik landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.

Stefán Þór Þórðarson verður í fremstu víglínu og spilar sinn fyrsta landsleik í níu ár.

Liðið er þannig skipað:

Markvörður:
Kjartan Sturluson, Val

Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson, Val
Atli Sveinn Þórarinsson, Val
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Indriði Sigurðsson, Lyn

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Alkmaar
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts
Pálmi Rafn Pálmason, Val

Kantmenn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Vålerenga
Emil Hallfreðsson, Reggina

Framherji:
Stefán Þór Þórðarson, ÍA

Varamenn:
Fjalar Þorgeirsson, Fylki
Helgi Valur Daníelsson, Elfsborg
Jónas Guðni Sævarsson, KR
Hannes Þ. Sigurðsson, Sundsvall
Theódór Elmar Bjarnason, Lyn
Arnór Smárason, Heerenveen
Heimir Einarsson, ÍA

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert