„Mikill heiður að fá spila fyrir Íslands hönd“

Stefán Þór Þórðarson.
Stefán Þór Þórðarson. mbl.is/Árni Sæberg

„Stefán Þór Þórðarson lék sinn fyrsta leik með íslenska landsliðinu í 9 ár gegn Walesverjum á Laugardalsvelli í gær en síðast lék Skagamaðurinn gegn Andorra árið 1999. ,,Það var gaman að koma inn í landsliðið aftur og mikill heiður að fá spila fyrir Íslands hönd,“sagði Stefán við Morgunblaðið. Hann mátti tjá sig við blaðið í gær en má það ekki í búningi ÍA. 

,,Það var ekkert erfitt að labba út á völlinn og spila með landsliðinu. Ég hlakkaði mikið til en mér fannst synd að við skyldum tapa því mér fannst við betri aðilinn lengst af og við fengum færin til að skora. Það kom smá einbeitingarleysi undir lok fyrri hálfleiks og atvinnumenn eru fljótir að refsa. Ég var ánægður með ungu strákana. Þeir eru upp til hópa hreint frábærir og mér finnst framtíðin björt hjá okkur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert