„Þetta er langt því frá að vera einhver óskadráttur fyrir okkur. Skaginn var kannski það lið sem við vildum síst fá. En það sem bætir kannski aðeins úr þessu er að þetta sé heimaleikur sem við fáum,“ sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK í samtali við mbl.is eftir dráttinn. HK dróst gegn ÍA í 32-liða úrslitum VISA bikars karla í knattspyrnu og verður leikurinn líklega leikinn 20. júní.
„Við reyndar slógum Skagann út snemma í bikarkeppninni árið 2004, þannig okkur hefur í sjálfu sér ekkert gengið illa með Skagann. En samt sem áður, þetta var alls ekki neinn óskamótherji,“ sagði Gunnar Guðmundsson.