Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA birti í dag styrkleikalista sinn yfir landslið karla. Er Ísland í nákvæmlega sama sæti og síðast þegar listinn var birtur, en það er 85. sæti listans.
Mesta athygli vekur að England er komið á topp tíu listann, eða í níunda sæti listans, þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni náð að komast inn á Evrópumótið sem hefst nú um helgina. Filippseyjar eru hástökkvarar listans, en þjóðin stökk upp um 19 sæti og er nú í 170. sæti listans.
1. Argentína
2. Brasilía
3. Ítalía
4. Spánn
5. Þýskaland
6. Tékkland
7. Frakkland
8. Grikkland
9. England
10. Holland
11. Portúgal
-----------------
17. Skotland
-----------------
27. Noregur
-----------------
56. Makedónía
-----------------
84. Lýbía
85 - 86. Ísland
85 - 86. Zimbabve
Alls eru 206 þjóðir á listanum. Ísland er í 42. sæti af 53 Evrópuþjóðum, skammt á eftir Albaníu en næst á undan Austurríki.