Porto bannað að keppa í Meistaradeildinni

Úr leik Schalke og Porto í vetur.
Úr leik Schalke og Porto í vetur. Reuters

Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu hefur ákveðið að portúgalska liðið Portó megi ekki taka þátt í Meistaradeildinni á næsta ári.

Ástæðan sem nefndin gefur er grunur um að félagið hafi reynt að múta dómurum í leikjum í portúgölsku deildinni árið 2003/2004. Portúgölsku meistararnir voru tvívegis sektaðir í síðasta mánuði og dregin voru sex stig af liðin. Þetta var gert í kjölfarið á greinum í blöðum í Portúgal þar sem sagt var frá þessu máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert