Norsk vefsíða greinir frá því að knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk í Noregi, sé með grasofnæmi sem uppgötvaðist nýlega. Er það afar óhentugt, þar sem jú atvinnuvinnuvettvangur hans er á grasvöllum.
„Ég hafði ekki tekið eftir neinu varðandi ofnæmi fyrr en ég vaknaði á föstudag,“ sagði Veigar Páll í samtali við norsku síðuna Budstikka. Hann segist þó að hann ætli sér að spila í norsku deildinni í dag með liði sínu gegn hans gamla liði Stromsgodset, þrátt fyrir ofnæmið.
„Ég fæ einhver lyf við þessu sem eiga að halda þessu niðri, en það er kannski ágætt að leikurinn gegn Stromsgodset sé leikinn á gervigrasi,“ sagði Veigar Páll, en lið hans er sem stendur í efsta sæti í Noregi.